Stækkaðu reksturinn þinn

93% Íslendinga nota Facebook. Því eru allar líkur á því að nýr Íslendingur finni og skoði Facebook síðuna þína á hverjum einasta degi.

En af hverju eru þeir að lenda á síðunni þinni? Líklega er það vegna þess að þeir hafa áhuga á þeirri þjónustu sem þú bíður upp á. Þeir eru í leit af þjónustuaðila sem getur sinnt þeirra þörfum.

En Facebook síðan þín er ekki sú eina sem þeir skoða, heldur skoða þeir nokkrar, bera saman og ákveða hvert þeir skuli fara byggt á því hvað þeir finna á síðunni sjálfri. Þannig ræður síðan þín úrslitum um það hvort nýjir viðskiptavinir leiti til þín, eða fari handan götunnar til samkeppnisaðila.

Því miður er ekki til nein leyniuppskrift fyrir hina fullkomnu Facebook-síðu. Hins vegar eru nokkur banvæn mistök sem þjónustufyrirtæki á Íslandi gera of ört og í þessari grein munum við fara yfir þrjú stærstu.


1. Slæmt val á myndum

Það fyrsta sem allir viðskiptavinir þínir sjá þegar þeir fara inn á Facebook síðuna þína eru tvær stórar myndir: cover-myndin og prófíl-myndin. Þessar myndir setja tóninn fyrir þá upplifun sem Facebook-síðan þín mun veita viðskiptavinum og munu þeir tengja þær við þitt fyrirtæki í langan tíma.

Of mörg íslensk þjónustufyrirtæki gleyma þessu. Metnaðurinn sem lagður er í myndir er oft á tíðum lítill og gefur það frá sér ófagmannlega strauma. Upplifun viðskiptavinarins er því strax orðin slæm og tengir hann slæm gæði og óvandvirkni við þitt fyrirtæki. Þú ættir að forðast það eins og heitan eldinn.

Dæmi um stærstu mistök eru:

  • Að hafa myndir af vörum eða vörumerkjum sem seljast hjá þér
  • Myndirnar eru í lélegum gæðum
  • Myndirnar tengjast fyrirtækinu þínu ekki

Við mælum með...

Í hvert skipti sem viðskiptavinur rekst á fyrirtæki þitt á Facebook, mun hann sjá prófíl myndina þína. Prófíl myndin birtist á heimasvæði viðskiptavina ef þú póstar, í leitarniðurstöðum og á spjallinu. Því er mikilvægt að prófíl-myndin sé einkennandi fyrir þitt fyrirtæki. Við mælum með að hafa logo fyrirtækisins sem prófíl-mynd.

Cover myndin er sú mynd sem gefur Facebook síðunni þinni líf, en hún birtist einungis þar. Því þarf hún ekki að vera eins einkennandi fyrir reksturinn og prófíl-myndin, en að sjálfsögðu á hún að segja viðskiptavini eitthvað um reksturinn þinn. Við mælum með að hafa fallega mynd af stofunni að innan eða að utan sem cover mynd.

Flottustu myndirnar á Facebook: Sprey Hárstofa

Að mati okkar hjá Noona er ekkert íslenskt fyrirtæki með fallegri myndir á Facebookinu sínu heldur en Sprey Hárstofa. Með fallegt og einkennandi logo sem prófíl-mynd og öfluga cover mynd innan úr rekstrinum, gera þær með allt upp á tíu. Rúsínan í pylsuendanum er svo einstaklega vel hannaður borði á cover-myndinni sem bendir viðskiptavinum á að hægt sé að bóka hjá þeim á netinu. Vel gert Sprey!

Myndirnar hjá Sprey Hárstofu eru til fyrirmyndar

2. Lélegt Efni

Það er stór ástæða fyrir því að viðskiptavinur like'ar síðuna þína á Facebook. Hann hefur áhuga á því sem þú hefur að segja. Hann vill vera uppfærður um það sem er að gerast í þínum rekstri og treystir þér fyrir því að veita honum upplýsingar sem skipta hann máli. Hann er að rétta út hönd sína til þín og taka fyrsta skrefið í áttina að því að byggja með þér gott samband.

Fastakúnnarnir þínir eru það mikilvægasta sem þú átt, og því er það mikilvægasta sem þú getur gert að rækta samband þitt við þá. Að búa til skemmtilegt efni á Facebook er frábær leið til þess, en of mörg þjónustufyrirtæki nýta það tækifæri ekki nægilega vel.

Dæmi um stór mistök eru:

  • Að pósta of sjaldan/aldrei
  • Að birta of einhæfu efni
  • Að pósta efni sem hefur ekkert með reksturinn eða markaðinn að gera
  • Að herma eftir öðrum fyrirtækjum

Við mælum með...

Að pósta skemmtilegu, fjölbreyttu og einkennandi efni fyrir þinn rekstur a.m.k. einu sinni í viku.

Myndir innan úr resktrinum eða af ánægðum viðskiptavinum er alltaf vinsælt. Það sem slær hins vegar mest í gegn er efni sem veitir viðskiptavinum þínum raunverulegt virði. Dæmi um það getur verið fyrir hárgreiðslustofur að skrifa um tísku dagsins eða fyrir sálfræðistofur að deila rannsóknum um vandamál sem þær hjálpa til við að leysa. Þannig ert þú að veita viðskiptavinum þínum vitneskju sem tengjast þínum rekstri og eykur þannig virðið sem viðskiptavinur þinn fær úr því að stunda viðskipti við þig.

ps: rannsóknir benda til þess að best sé að pósta á Facebook kl 1 - 3 á fimmtudögum eða föstudögum.

Besta Efnið á Facebook: Stígamót

Engin deilir mikilvægara og öflugara efni á sinni Facebook síðu heldur en Stígamót. Þau einblína á fjölbreytt efni sem færir fylgjendum þeirra raunverulegt virði og fræðslu um verðugt málefni. Stígamót sinnir samfélagsmiðlum sínum með stakri príði og veitir Íslendingum jafn frábært efni og þjónustu.


3. Óþolinmæði

Eins og í öllu öðru, þá uppskerð þú eins og þú sáir. Facebookið þitt getur verið ótrúlega öflugur vetvangur fyrir þig til þess að ná til viðskiptavina, en verður það einungis ef þú ert tilbúin að leggja vinnuna á þig yfir langt tímabil.

Þú verður að muna að það að sinna samfélagsmiðlasíðu er langhlaup. Aðeins þeir sem eru tilbúnir að viðhalda henni í langan tíma munu upplifa jákvæðu áhrifin á reksturinn sem sterk facebook-síða getur valdið.

Við mælum með...

Að búa til rútínu í kringum pósta á facebook, og standa við hana. Veldu dag vikunnar sem hentar þér og lofaðu sjálfum þér að pósta á facebook síðuna þína á þeim degi. Mundu að eitthvað er betra en ekkert og því þarf pósturinn ekki einu sinni að vera sérstaklega öflugur. Það eitt að minna viðskiptavin á að þú sért til staðar telst frábært. Með reynslunni munt þú svo læra inn á hverskyns póstar fá mikla athygli og verða þar með betri og betri að tengja við þína viðskiptavini.

Ef þú vilt auka hvatningu, þá mæli ég með að þú gerir samkomulag við samstarfsaðila þína um að í hvert skipti sem þú gleymir að pósta á samfélagsmiðla þurfir þú að kaupa handa þeim köku!

Besta dæmið um þrautseigju á Facebook: Modus

Ekkert íslensk þjónustufyrirtæki spilar samfélagsmiðla-leikinn jafn vel og Modus Hár og Snyrtistofa. Með þéttu og jöfnu streymi af áhugaverðu efni, ná þeir að viðhalda góðu sambandi við sína viðskiptavini. Það er engin furða að Modus státi af stærsta fylgjendahópi af öllum þjónustufyrirtækjum á Íslandi, en þegar þessi grein er skrifuð hafa 12.971 manns like'að þeirra facebook síðu. Það má með sanni kalla Modus Facebook-meistara Íslands.


Örlítið í lokinn...

Það er margt hægt að gera til þess að ná árangri á Facebook. Fjölbreytileikinn á þeim stefnum sem hægt er að taka er mikill og eru samfélagsmiðlar frábært tækifæri fyrir þig til þess að búa til sérstöðu fyrir þinn rekstur sem hvergi er mikilvægara en á íslenskum þjónustumarkaði sem einkennist af samkeppni.

Það eru hins vegar ekki sigrarnir eða stjörnupóstarnir sem ákvarða hvort þú munir ná árangri eða ekki. Öllu heldur er það getan þín til þess að forðast þau mistök sem við listum hér að ofan.

Ég vona að þessi grein muni hjálpa þér og og þínum rekstri að vaxa og dafna.

Ef þú vilt vita meira hvernig Tímatal getur bætt Facebook síðu þína með mjög lítilli fyrirhöfn, endilega smelltu hér