Stækkaðu reksturinn þinn

Við trúum því innilega að Noona getur haft frábær áhrif á þinn rekstur.

En það mun einungis gerast ef viðskiptavinir þínir eru með Noona appið og nota það. Áhrifin margfaldast svo ef viðskiptavinir þínir merkja þig sem "uppáhalds", en þá er auðveldara fyrir þá að bóka hjá þér heldur en hjá nokkurri annarri stofu.

Í kjölfarið munu aðrir notendur Noona sjá hversu margir hafa sett þína stofu í "uppáhalds" og þar með hversu marga ánægða viðskiptavini þú hefur. Betri auglýsingy fyrir þinn rekstur er erfitt að finna.

Í þessari stuttu grein ætlum við að veita þér sex ráð sem gætu fengið þína viðskiptavini til þess að styðja við þig og setja stofuna þína í "uppáhalds" hjá sér á Noona.

Ef þú vilt vita hvernig Noona mun hjálpa þér að fjölga bókunum, fækka skrópum og auðvelda líf þitt, smelltu hér

Leikir á samfélagsmiðlum

Leikir á Facebook, Instagram og jafnvel Twitter er gífurlega öflug leið til þess að fá fólk til þess að gera þér greiða. Það eina sem þú þarft að vera tilbúin til þess að gera er að gefa frá þér fría vöru eða þjónustu í staðinn, en miðað við þá auglýsingu sem þú færð er það fyllilega þess virði.

Ef þú vilt hefja leik á samfélagsmiðlum til þess að hvetja þína viðskiptavini til þess að setja þig í "uppáhalds" á Noona þurfa fáeinir hlutir að koma fram í þeim pósti sem þú birtir á samfélagsmiðlum. Þeir eru:

  1. Verðlaun ásamt mynd af verðlaununum
  2. Slóð sem leiðir fólk að því að ná í Noona (ef það hefur ekki nú þegar gert það)
  3. Leiðbeiningar um það hvernig fólk setur þig í uppáhalds.

Dæmi:

LEIKUR!

Við ætlum að gefa tveimur heppnum einstaklingum frítt í [þín þjónusta] og fría [þín vara]. Til þess að taka þátt þarf einungis að:

  1. Ná í Noona appið —> Getur smellt hér:
  2. Merkja okkur sem uppáhalds
  3. Taka mynd af því til staðfestingar og commenta hana hingað!

Við drögum út þann 24.12.2019!

Merkingar

Ein besta leiðin til þess að láta viðskiptavini þína vita af viðveru ykkar á Noona er að sjálfsögðu með góðum merkingum á stofunni sjálfri.

Hvort sem það er á afgreiðsluborðinu, á speglum inni á stofunni, eða jafnvel inni á klósetti þá vekja smekklegar merkingar ávallt forvitni hjá viðskiptavinum.

Við hvetjum þig að sjálfsögðu til að búa til ykkar eigin, en við getum líka sent á þig eins marga límmiða og þú vilt (frítt að sjálfsögðu). Þú getur valið á milli þessara límmiða:

Og mundu! Því fleiri merkingar, því líklegra eru þau til að hafa áhrif á þína viðskiptavini.

Tilkynningar-skilaboð

Viðskiptavinir þínir vilja vita af því þegar eitthvað nýtt gerist í þínum rekstri. Það að þau geti nú bókað hjá þér tíma í gegnum app er engin undanteking.

Af hverju ekki að nýta þau tól sem Tímatal gefur þér og senda á þá sem hafa komið til þín að nú sé hægt að ná í appið, merkja ykkur sem uppáhalds og bóka tíma í gegnum Noona appið?

Ég er viss um að margir af þínum viðskipavinum myndi kunna að meta að þú látir þá vita af þessum möguleika fyrir þá.

Dæmi um texta:

Gleðifréttir!

Nú getur þú bókað hjá okkur tíma á Noona appinu. Þú getur náð í það á öllum helstu tegundum snjallsíma með því að smella hér: LINK

Og ekki gleyma að setja okkur í uppáhalds ☺️

Bestu kveðjur

Stofan þín

Nýta Tengslin

Eitt það sniðugasta sem við höfum heyrt frá okkar viðskiptavinum eru skiptidílarnir sem þeir gera við áhrifavalda sem nýta sér þeirra þjónustu. Gegn því að birta mynd á samfélagsmiðlum þegar áhrifavaldar mæta til þeirra, gefa þeir þjónustu sína frítt.

Ef þú er með slíka díla í gangi hjá þér, hvers vegna ekki biðja þá að skrifa örlítinn texta við myndina sem þeir birta sem lætur fólk vita að ykkur má finna á Noona?

Þetta getur þú sömuleiðis gert ef einhver af þínum vinum eða fjölskyldumeðlimum er með stæðilegan fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum.

Dæmi um texta:

Fór í "þjónustu" til "nafnið þitt" sem er algjör snillingur!

Vissir þú að þú getur náð í Noona appið og bókað hjá henni/honum tíma? Endilega tékkaðu á því!

Að spjalla við viðskiptavini

Allar líkur eru á því að þú eyðir helling af tíma í að spjalla við þína viðskiptavini. Af hverju ekki heyra um þeirra skoðun á Noona appinu?

Ef þeim líkar vel við þá hugmynd að geta bókað hjá þér tíma á Noona, þá getur þú bent þeim kurteisislega á að þau geti sett þig í uppáhalds. Fólki finnst alltaf skemmtilegt að gera vinum sínum greiða, og að ná í appið og setja þig í uppáhalds er win-win fyrir bæði þig og viðskiptavin þinn.

Persónulegir samfélagsmiðlar

Fólk vanmetur oft á tíðum kraftinn á bak við sína persónulegu samfélagsmiðla. Þeir sem fylgja þér á samfélagsmiðlum eru einstaklingar langar að vita hvað er að frétta í þínu lífi.

Ef Noona er eitthvað sem þig langar að deila með þeim einstaklingum, sem margir hverjir eru verið fastakúnnar hjá þér, hvetjum við þig að sjálfsögðu til þess að láta vita af þessari nýjung á þínum samfélagsmiðlum.

Dæmi um texta sem þú getur skrifað:

"Mig langaði til að deila með ykkur Noona appinu kæru vinir, en í því getið þið bókað hjá mér tíma hvenær sem þið viljið.

Endilega skoðið þessa skemmtilegu nýjung og segið mér hvað ykkur finnst!

Bestu kveðjur"

Í lokinn

Noona getur haft frábær áhrif á þinn rekstur, en aðeins ef viðskiptavinir þínir nota appið.

Ef þú beitir ofangreindum ráðum á smekklegan máta, efast ég ekki um að viðskiptavinir þínir muni vilja ná sér í Noona appið til þess að skoða það.

Það er svo aldrei að vita nema bókunum fari að fjölga og símtölum og skrópum fari að fjölga í kjölfarið af flottri vitundarvakningar-herferð á ykkar vegum.

Ég vona að þú getir nýtt þessi ráð af einhverju viti!
Bestu kveðjur