Stækkaðu reksturinn þinn

Að gefa út Noona er draumur að rætast.

Við erum gífurlega spenntir að sjá hvað Noona mun koma til með að gera fyrir íslenskan þjónustumarkað. En spenntastir erum við að sjá þau jákvæðu áhrif sem Noona mun koma til með að hafa á þinn rekstur.

Í þessari grein mun ég fjalla um það hvers vegna við ákváðum að búa til Noona, og hvernig við sjáum fyrir okkur að Noona muni koma til með að hjálpa þínum rekstri að vaxa og dafna.

Ef þú vilt skoða Noona mæli ég eindregið með því að þú náir í appið. Þú getur náð í það á App Store og Google Play þann 3. maí 2019.

... En hvað er Noona?

Noona er markaðstorg þjónustu á Íslandi. Noona er app og vefur þar sem viðskiptavinur þinn getur bókað hjá þér, og öllum stofunum sínum, tíma. Þetta mun hann geta gert á fáeinum sekúndum hvar sem er og hvenær sem er.

Ef viðskiptavinur sendir þér bókun mun Tímatalið taka við henni. Tímatalið geymir bókunina þar til þú samþykkir eða hafnar henni, sem þú getur gert þegar þér hentar.

Og þar sem Tímatal veit hvenær þú ert laus, hvað þjónusturnar þínar taka langan tíma o.s.frv. mun viðskitpavinurinn einungis geta bókað þegar þér hentar. Þannig tryggjum við að viðskiptavinurinn þinn bóki aldrei í tíma sem hentar þér ekki.

Þú getur náð í Noona á snjallsímanum þínum á App Store (Iphone) og Google Play (Samsung)

Viðskiptavinur bókar tíma á Noona...
... Og þú ert látin/nn vita og samþykkir eða hafnar bókuninni.

Ástæðan

Markmið okkar sem fyrirtæki er einfalt: Að auka heildarveltu á íslenskum þjónustumarkaði.

Ástæðan fyrir öllu sem við gerum, sköpum og þróum má rekja til vilja okkar og skuldbindingu til þess að ná þessu markmiði.

Okkur langar að stækka þá köku sem þú og aðrir viðskiptavinir okkar deila nú, til þess að auka velmegun ykkar og hamingju. Allar okkar ákvarðanir sem við tökum byggja á þessu einfalda markmiði, og ákvörðunin um að gefa út Noona er engin undantekning.

En hvernig mun Noona appið hjálpa okkur að ná þessu markmiði? Svarið við þessari spurningu er þríþætt: Við trúum því að Noona muni...

  1. Fjölga hjá þér bókunum
  2. Gera líf þitt þægilegra
  3. Fækka skrópum enn frekar

Fleiri Bókanir

Noona mun fjölga hjá þér bókunum. Þetta er ekki getgáta, þetta er staðreynd og við höfum sannanir fyrir því.

Viðskiptavinir okkar sem eru með opið fyrir netbeiðnir fá 15% fleiri bókanir eftir að þeir opnuðu fyrir þann valmöguleika fyrir sína viðskiptavini. Þar sem Noona appið er byggt í kringum netbeiðnirnar, finnst okkur líklegt að áhrifin verða enn meiri fyrir þá sem birtast á Noona. En hvers vegna þessi fjölgun?
Hvað eru netbeiðnir?

Fastakúnnar bóka oftar

Hversu oft hefur þú komið heim til þín eftir langan vinnudag og hugsað með þér "ohh, ég gleymdi að bóka tíma hjá X, ég verð að muna eftir því á morgun" sem þú gerir svo að sjálfsögðu ekki.

Einn af þínum fastakúnnum lendir í þeim aðstæðum á hverjum degi. Það hljómar ekki hræðilega, en ef frestunin veldur því að viðskiptavinur bóki á fimm vikna fresti í stað fjögurra þýðir það að hann bóki hjá þér tíu tíma á ári hverju í stað tólf. Ef þetta er raunin hjá mörgum af þínum fastakúnnum samsvarar tekjumissir þinn vegna sífelldra frestanna einni utanlandsferð á ári eða meira.

Með Noona eru helstu ástæður þess að viðskiptavinir fresta því að bóka hjá þér tíma horfnar. Með appinu geta viðskiptavinir bókað hjá þér tíma á 15 sekúndum sama hvort það sé opið hjá þér eða ekki. Samhliða því að bæta þjónustustig þitt leiðir Noona til þess að fastakúnnar bóki hjá þér oftar og tekjumissirinn er vegna frestanna hverfur.

Fastakúnnar geta sett þig í "uppáhalds" og eru þá með flýtileið í að bóka tíma hjá þér. Þá geta þeir bókað tíma upp í sófa fyrir framan sjónvarpið, á djamminu eða hvar sem er.

Nýir viðskiptavinir líklegri til að bóka

Hversu marga viðskiptavini hefur þú fengið laðað að þér í gegnum Facebook, Instagram eða aðra sambærilegum miðla? Í ljósi þess að 93% íslendinga eru á Facebook, eru allar líkur á því að sú tala sé há.

Noona er annar slíkur vetvangur, þó með einum stórum mun. Á Noona geta viðskiptavinir bókað hjá þér tíma.

Með því að gera þjónustuna þína aðgengilega í gegnum Noona hefur þú opnað á alla þá einstaklinga sem munu leita sér að þjónustu á eina staðnum sem leyfir þeim að bóka sér alla sína tíma.

Með Noona er auðveldara en nokkru sinni fyrr fyrir viðskiptavini þína að komast í tæri við þinn rekstur og eru aldrei nema fáeinum smellum frá því að bóka hjá þér tíma.

Þægilegra líf

Áður en við ákváðum að búa til Noona spurðum við nokkra viðskiptavini okkar "Hvað er það versta við þitt starf?" og svörin sem við fengum voru flest eins. Að svara símhringingum og skilaboðum í gegnum facebook eða email.

Símtölin eru þó ekki einungis slæm fyrir þig, heldur líka fyrir viðskiptavin þinn. Þeim mun oftar sem þú þarft að skreppa frá honum til að grípa tólið, því verri upplifun fær hann af þinni þjónustu. Ásamt því er að sjálfsögðu erfitt fyrir viðskiptavin að leyfa sér að líða vel og þægilega ef síminn er sífellt að trufla.

Fyrir hverja bókun sem kemur í gegnum Noona appið, fækkar símtölum og skilaboðum sem þú þarft að svara. Það eina sem þú þarft að gera í staðinn er að smella á "samþykkja" eða "hafna" í Tímatali sem þú getur gert þegar þér hentar.

Ásamt því að fækka símtölum fyrir tímabókanir, mun Noona líka fækka símtölum sem þú færð frá kúnnum sem hringja til að fá upplýsingar um sinn næsta tíma eða til þess að afbóka. Fremst á heimaskjá Noona eru allar upplýsingar um tímabókanir sem viðskiptavinir gætu þurft að komast í.
Ath: viðskiptavinir geta einungis afbókað með 24 klst fyrirvara og þú ert ávallt látin/nn vita þegar þeir afbóka.

Tími sem viðskiptavinur á framundan ásamt öllum nauðsynlegum upplýsingum og aðgerðum eru ávallt aðgengileg á Noona

Með þessu vonumst við til þess að eyða þeim sífelldu truflunum sem símtólið og skilaboðin valda bæði þér og viðskiptavinum þínum. Myndi það ekki gera líf þitt þægilegra?

Færri skróp

Manstu hvað áminningar-sms'in hjálpuðu þér mikið að fækka skrópum? Með Noona tökum við það skrefinu lengra.

Ef viðskiptavinur þinn er með Noona appið og á bókaðan hjá þér tíma, mun viðskiptavinurinn fá áminningu (e. push-notification) klukkutíma fyrir tímann í gegnum appið. Þessi tilkynning er alveg frí, að sjálfsögðu, og er líkleg til þess að bæta mætingarhlutfallið hjá þér svo um munar.

Auk þess gefum við öllum þeim sem bóka í gegnum Noona valmöguleikann að setja tímann í dagatalið sitt í símanum. Ef viðkomandi setur tímann í dagatalið fær hann tilkynningu um tímann frá dagatalinu sjálfu 30 mínútum fyrir tímann. Fyrir einstaklinga sem treysta á dagatal mun þessi viðbót eyða skrópunum þeirra fyrir fullt og allt.

Með fleiri tilkynningum og einfaldara aðgengi að upplýsingum um tíma erum við vissir um að við getum fækkað skrópum hjá þér enn frekar.

Að lokum

Við vitum ekki fyllilega hvað Noona getur gert fyrir þinn rekstur, en tækifærin eru svo sannarlega til stór.

Jafnvel þó við vitum lítið um raunveruleg áhrif Noona, trúum við því innilega að Noona muni koma til með að fjölga bókunum, gera líf þitt auðveldara og fækka skrópum af þeim ástæðum sem við listuðum upp hér að ofan.

Ef þú ert sammála því sem við skrifuðum, og vilt taka þátt í þessari tilraun með okkur, þá hvetjum við þig til þess að reyna að fá þína viðskiptavini til þess að ná í Noona og setja þig í uppáhalds.

Því jafnvel ef Noona gerir líf þitt einungis örlítið þægilegra, fjölgar bókunum um örfáar bókanir á mánuði og fækkar nokkrum skrópum, er þá Noona ekki þess virði að hafa í þínu lífi?

Viltu taka þátt?

Smelltu hér til að byrja að opna fyrir þig á Noona

Viltu að þínir viðskiptavinir nái í Noona?

Smelltu hér fyrir 6 ráð sem fær fólk til að ná í Noona og setja þig í uppáhalds

Hefur þú einhverjar spurningar eða hugmyndir? Endilega sendu á okkur á timatal@timatal.is eða bjallaðu í síma 519-4040.