Stækkaðu reksturinn þinn

Markaðssetning með áhrifavöldum er öflug. Mjög öflug. Sérstaklega fyrir þjónustufyrirtæki. Sérstak- sérstaklega fyrir þá sem eru á Noona.

Hvers vegna?

Í fyrsta lagi, þá er Ísland viral. Flestir þekkja flesta og orðið dreifist mjög hratt á hérlendis. Spurðu bara þá hjá Nocco, sem byggðu upp stórt vörumerki nánast einungis með áhrifavöldum.

Í öðru lagi, þá erum við Íslendingar samfélagmiðlasjúk. Samkvæmt þessari frétt nota 96% íslendinga samfélagsmiðla daglega. Ég endurtek, DAGLEGA. Við elskum samfélagsmiðla og það sem gerist þar, fer ekki framhjá neinum.

Í þriðja lagi, þá eru áhrifavaldar svo fjári ódýrir fyrir þjónustufyrirtæki. Á meðan smásöluverslanir og heildsalar þurfa að borga háar upphæðir fyrir birtingu (u.þ.b. 10.000kr fyrir hverja 1.000 fylgjendur) þá er það oftast nóg fyrir þjónustufyrirtæki að gefa áhrifavaldinum fría þjónustu fyrir birtingu.

Við nýtum okkur áhrifavaldamarkaðssetningu, eins og þú ættir að gera.

Áhrifavaldar eru tapfælnir

Ástæðan fyrir því að áhrifavaldar eru tilbúnir að auglýsa ykkur fyrir frían tíma að andvirði minna en þau fá fyrir hefðbundna birtingu er sálfræðilegs eðlis. Fyrir alla okkar vitsmunalegu yfirburði, erum við manneskjurnar nefnilega með marga veika bletti fyrir því hvernig við skynjum virði. Einn þessara veiku bletta er svokölluð tapfælni.

Hvort myndir þú heldur vilja forðast að greiða 1.000kr aukagjald eða fá 1.000kr afslátt? Ef þú myndir heldur kjósa fyrri kostinn þá glímir þú við tapfælni. Kenningin um tapfælni segir til um að manneskjur myndu heldur forðast að tapa heldur en að græða. Samkvæmt rannsóknum er hamingjan sem fylgir því að tapa ekki 5.000kr svipuð og hamingjan sem fylgir því að græða 10.000kr.

Vegna þess að áhrifavaldar, eins og við flest, glíma við tapfælni eru þeir spenntari fyrir því að forðast að greiða fyrir þjónustu heldur en að fá greitt fyrir auglýsingu.

Þú getur lesið meira um tapfælni með því að smella hér

Hvernig getur þú nýtt þér áhrifavalda?

Þekkir þú einhvern áhrifavald? Nýttu þér tengslin! Bjóddu þeim aðila frían tíma, gegn birtingu.

Heyrðu í áhrifavöldum sem þú þekkir

En það má þó ekki vera hver sem er. Mikilvægt er að fylgjendur áhrifavaldsins séu í þínum markhópi og séu líklegir til að vilja bóka hjá þér tíma. Vilt þú fleiri unga skjólstæðinga? Bjóddu ungum áhrifavaldi í samstarf. Viltu fleiri karla? Bjóddu þá karlmanni. Þetta er ekkert sérstaklega flókin stærðfræði, en þó mikilvæg að hafa í huga.

Áður en þið samþykkið samstarfið, vertu þá viss um hvernig birtingin verður. Hvort ætti áhrifavaldurinn að auglýsa stofuna eða þig sem þjónustuaðila? Ætti hann að tagga einhvern samfélagsmiðla-aðgang hjá ykkur? Hvort ætti hann að benda fólki á Instagrammið ykkar eða Facebookið? Ætti hann að benda á að það sé hægt að bóka hjá ykkur á vefsíðunni ykkar eða á Noona? Allt eru þetta punktar sem væri gott að negla áður en haldið er í samstarf.

Það eru líka nokkrar tegundir af samstarfi sem þið getið haldið í. Hér eru tvö dæmi:

  1. Áhrifavaldur fær einn frían tíma á mánuði og birtir ávallt hjá sér í story þegar hann mætir til þín
  2. Áhrifavaldur fær tvær fríar þjónustu handa fjölskyldunni gegn veigameiri umfjöllun um stofuna. Með þessu getur þú komið meiru á framfæri en með stakri birtingu. Hér væri gott að nefna það ef þið eruð umhverfisvæn, kosti þess að nýta sér þjónustuna ykkar og fleira. Hægt að gera sem stakt verkefni eða hægt að samþykkja umfjöllun með nokkurra mánaða fresti.

En að sjálfsögðu er hægt að fara út fyrir ramman og gera eitthvað frumlegt. Yfirleitt er það það sem nær mestu athyglinni!

🤝 Noona pro-gramm

Okkur langar að hjálpa þér að nýta þér krafta áhrifavalda. Ef þú hefur áhuga á að gefa flottum áhrifavöldum fría þjónustu gegn birtingu á Instagram-sögunni þeirra, endilega láttu okkur vita.

Við erum nefnilega að safna saman hópi áhrifavalda sem vilja fría tíma hjá þér gegn birtingu. Þeir fara allir í gegnum vottun hjá okkur um að:

  1. Fylgjendur þeirra eru ekta
  2. Efnið sem þau gera er eftirtektarvert.
  3. Þau birta ekkert efni sem gæti skaðað þig eða þitt vörumerki.

Ef þér lýst vel þessar hugmyndir okkar, sendu mér línu á jonhilmar@timatal.is.