Stækkaðu reksturinn þinn

Búið er að opna fyrir umsóknir fyrir skertu starfshlutfalli á vef Vinnumálastofnunnar.

https://www.vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/minnkad-starfshlutfall

Efnahagslegar afleiðingar COVID-19 eru margskonar, en þeir sem skapa tekjur sínar með því að veita persónulega þjónustu verða sérstaklega fyrir barðinu af róttækum aðgerðum eins og samkomubönnum.

Þar sem viðskiptavinir Noona falla flestir í þann flokk datt okkur í hug að það gæti verið hjálpsamt að fara yfir umsóknarferlið skref fyrir skref. Það liggur ekkert á að sækja um, en það er líklega ekki verra að reyna að gera það fyrir mánaðarmót.

Munur er á ferlinu fyrir launafólk og sjálfstæða rekstraraðila (verktaka). Fjallað er um þennan mun neðst í greininni.

Launafólk

Fyrsta skref - Innskráning

Smelltu á þennan hlekk -> https://www.vinnumalastofnun.is/

Þegar þú ert komin/nn inn á vef Vinnumalastofnunnar skráir þú þig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum.

Ef þú vinnur fyrir fyrirtæki þarftu fyrst að skrá þig inn sem einstaklingur og sækja um þannig, en svo þarf vinnuveitandi þinn að skrá sig inn á kennitölu fyrirtækisins og staðfesta umsókn allra starfsmanna (meira um það í skrefi X)

Annað skref - Umsóknin

Þegar þú ert búin/nn að skrá þig inn taka við þér stórar tilkynningar sem beina þér á réttan stað.

Þú ert að leita að þessum takka:

Það fyrsta sem þú þarft að gera er að setja inn upplýsingar um launagreiðendur. Þú getur valið úr lista þeirra sem hafa greitt þér laun á seinustu 6 mánuðum.

Ef þú (eins og ég) manst ekki dagsetningu ráðningar, þá getur þú farið inn á heimabankann þinn og leitað eftir kennitölu fyrirtækisins. Þú leitar að fyrstu millifærslunni og þá byrjaðir þú líklega að vinna hjá fyrirtækinu einum mánuði fyrr.

Nýtt starfshlutfall getur í minnsta lagi verið 25%. Dagsetning nýs hlutfalls getur náð aftur til 15. mars 2020.

Þú setur svo inn símanúmerið þitt og netfang svo að Vinnumálastofnun geti haft samband við þig.

Það er mikilvægt að þú veljir "Leyniorð vegna símasamskipta" svo að þú getir fengið upplýsingar í síma um umsóknina. Veldu leyniorð sem þú gleymir ekki.

Margir muna ekki hvaða lífeyrissjóð, viðbótalífeyrissparnað og stéttafélag þeir nota. Þetta eru allt upplýsingar sem hægt er að nálgast á launaseðlinum þínum.

Þriðja skref - Senda inn umsókn og láta vita

Þegar þú ert búin/nn að setja inn allar upplýsingar getur þú sent inn umsóknina. Þegar það er búið er gott að láta atvinnurekandann þinn vita svo að hann geti samþykkt umsóknina sína megin.

Ef þú ert bæði launamaður og atvinnurekandi, þá þarftu núna að skrá þig út af einstaklings-aðgangi þínum og halda áfram að lesa.

Atvinnurekendur

Til þess að staðfesta umsóknir starfsmanna þinna um minnkað hlutfall þarftu að skrá þig inn með Íslykli fyrirtækisins. Ef fyrirtækið þitt er ekki með Íslykil getur þú farið inn á þessa síðu: https://innskraning.island.is/order.aspx til þess að panta slíkan.

Best er að fá hann sendan í heimabanka því það tekur yfirleitt mjög stuttan tíma. Mundu að setja inn kennitölu fyrirtækisins en ekki þína eigin!

Þegar þú hefur fengið Íslykil í heimabankann getur þú skráð þig inn á vef Vinnumálastofnunar sem atvinnurekandi með Íslyklinum sem þú varst að búa til.

Þegar þangað er komið blasir þetta við þér:

Hér velur þú "Staðfesta minnkað starfshlutfall".

Þá birtist listi yfir alla starfsmenn sem hafa sótt um minnkað starfshlutfall og það eina sem þú þarft að gera er að skoða seinasta launaseðil hjá hverjum starfsmanni og setja inn töluna "Laun í minnkuðu starsfhlutfalli".

Starfsmaður sem var með 500.000 í laun samkvæmt seinasta launaseðli og er að minnka niður í 25% starfshlutfall, myndi þá fá töluna "125000" í þann reit (500.000 kr. * 0.25 = 125.000 kr).

Þegar þú ert viss um að allar upplýsingar séu réttar, þá ýtir þú einfaldlega á sægræna "Staðfesta" takkann.

Sjálfstæðir atvinnurekendur

Hvað breytist fyrir sjálfstæða atvinnurekendur?

Því miður þá er ferlið umtalsvert flóknara fyrir sjálfstæða atvinnurekendur. Þú þarft að sækja um fullar atvinnuleysisbætur, en fyrst þarftu að skila inn eyðublaði til Ríkisskattstjóra.

Byrjaðu að skoða þessa síðu hjá ríkisskattstjóra: https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/minnkad-starfshlutfall-og-laun-i-sottkvi

Þar kemur fram að þú þarft að fylla út eyðublað RSK 5.02, en þar þurfa að koma fram ákveðnar upplýsingar.

Hér er eyðublaðið: https://www.rsk.is/media/rsk05/rsk_0502.is.pdf

Hér er það sem RSK segir um hvað þarf að koma fram á þessu eyðublaði:

Eftir að búið er að fylla eyðublaðið út samkvæmt framangreindu þarf að undirrita það og senda annað hvort skannað á stofnskra@rsk.is eða í pósti til Skattsins, Laugavegi 166, Reykjavík.

Ef þú átt ekki ljósritunarskanna getur þú notað app eins og Adobe Scan til þess að skanna útprentað blaðið með undirskriftinni þinni.

‎Adobe Scan Digital PDF Scanner
The free Adobe Scan PDF scanner app turns your device into a powerful portable PDF scanner that recognizes text automatically (OCR). More than just a PDF scanner. Use this mobile document scanner to turn anything — receipts, notes, documents, photos, business cards, whiteboards — into an Adobe PDF…

Þegar þú hefur skilað inn þessu eyðublaði til RSK getur þú farið inn á vef vinnumálastofnunnar hér: https://www.vinnumalastofnun.is/

Þú skráir þig inn eins og við útskýrðum í kaflanum um launafólk.

Efst á umsóknarsíðu launamanna sérðu skilaboð með bláum texta sem þú getur smellt á til þess að fara inn á umsóknarsíðu atvinnuleysisbóta.

Þar þarft þú að setja inn þónokkuð mikið af upplýsingum um hvar þú myndir vilja vinna, hvenær þú værir tilbúin/nn  að byrja að vinna á nýjum stað, hvaða menntun og hæfileika þú hefur og svo framvegis.

Við fengum vingjarnlega ábendingu frá Vinnumálaeftirlitinu um að hér þarf bara að fylla inn í stjörnumerkta reiti.

Veldu daginn í dag í "Ég get byrjað" - þú munt frá bætur frá þeim degi. 
Viltu prufa að vera bókasafnsvörður?

Að öllum líkindum munt þú ekki vera fengin/nn til þess að byrja að vinna nýja vinnu á þessum skrítnu tímum, svo það skiptir líklega ekki öllu máli hvað þú setur t.d í "Óskir um störf".

Að lokum

Þú að þú hafir kannski ekki reiknað með því þegar 2020 rann í garð, þá er engin skömm í því að sækja um atvinnuleysisbætur þegar að þjóðfélagið fer á hliðina. Þetta er ástæðan fyrir því að kerfið var búið til. Verum þakklát fyrir að búa á Íslandi.

Gangi þér sem allra best, bæði í þessu ferli og öllu sem kemur í kjölfarið.

Innan skamms munu bókanir frá Noona byrja að streyma aftur inn til þín og allt verður venjulegt aftur.

Tókstu eftir einhverjum mistökum? Láttu okkur vita með því að senda línu á kjartan@noona.is

Uppfært 16:36 25. mars - Við bættum við upplýsingum um eyðublað sem verktakar þurfa að skila inn til RSK.

Uppfært 19:52 29. mars - Villa var í kerfum vinnumálastofnunnar og hægt var að senda inn umsókn þrátt fyrir að ekki var sett inn "leyniorð vegna símasamskipta". Það er ekki lengur hægt og við höfum breytt greininni í samræmi við það.