Stækkaðu reksturinn þinn

Vilt þú 10% lífstíðarafslatt af Tímatal? Kíktu neðst!

Jóa, eigandi Unique hár og Spa og einn af okkar elstu viðskiptavinum, heyrði í mér um daginn og bað mig um greiða. Það er sjálfsagt mál að veita viðskiptavini skemmtilega greiða og fyrir utan það þá skuldaði ég Jóu einn slíkan.

Hún vildi fá mig yfir til þess að kynna fyrir starfsfólki á Unique Noona og Noona appið. Þau vissu að sjálfsögðu alveg hvað það var, en Jóa bað mig um að koma sérstaklega til að hvetja þau til að fá viðskiptavini sína til að ná í appið. Af hverju? Þónokkrir nýjir viðskiptavinir, oft ungir krakkar að bóka sinn fyrsta tíma, bókuðu hjá þeim tíma einfaldlega vegna þess að þau voru í appinu. Viðskiptavinir, mögulega fastakúnnar í mörg ár, kusu þau útaf Noona.

Það var síðan bara bónus að eldri viðskiptavinir væru að bóka oftar og óhljóðin í símanum höfðu minnkað um helming.

Þegar hún sagði mér þetta datt mér í hug lítil hugmynd sem er nú að verða að veruleika. Mér datt í hug að við ættum að hjálpa öllum þeim sem trúa á Noona útaf því að þau hafa einfaldlega fundið fyrir jákvæðu áhrifum þess. Í öðrum orðum, okkur langaði að hjálpa öllum Jóunum þarna úti að fa sína viðskiptavini í Noona.

Við vonum að þið séuð öll eins og Jóa og hafið fundið fyrir þeim góðu áhrifum sem Noona hefur a ykkar rekstur. En ef þú hefur ekki fundið fyrir þeim þarftu kannski að lesa lengra í bili.

Hefur þú ekki fundið fyrir jákvæðu áhrifum Noona? Hafðu samband við mig á jonhilmar@noona.is og við veitum þér fría ráðgjöf um Noona.

Þú ert á Noona!

Jóu langaði í eitthvað sem fengi viðskiptavini Unique Hár og Spa til þess að ná sér í appið. Til þess að reyna að koma til móts við þeirri fyrirspurn bjuggum við til límmiða til að hjálpa henni.

Við vissum ekki hvaða límmiði myndi henta best, þannig við gerðum bara 8 tegundir af límmiðum í öllum stærðum og gerðum. Einn límmiði auglýsir að stofan þín er á Noona, sumir minna viðskiptavini á að bóka tíma hjá þér í gegnum Noona og aðrir minna fólk á að setja ykkur í uppáhalds. Þrjár tegundir innihalda QR kóða, sem viðskiptavinir geta skannað með símamyndavélum og náð sér í appið, ég hvet þig til prófa. Tveir þeirra eru úr efni sem ekki eru skaðlegir speglum eða öðru gleri.

Jóa var svo ánægð með útkomuna að hún leyfði okkur að taka myndaseríu af því hvernig hún notar límmiðana sína. Vonandi geta þessar myndir veitt þér innblástur um notkun límmiðana.

Myndasería innan úr Unique Hár og Spa

"Settu okkur í uppáhalds" á öllum speglum stofunnar. Auðvelt að taka af öllu gleri.
"Við erum á noona" á hurð Unique. Ein sterkasta merkingin.
"Settu okkur í uppáhalds" er snyrtilegt á tölvunni
Fyrirferðarlítill og snyrtilegur. Auðvelt að taka af öllu gleri. Prófaðu að skanna QR með myndavél símans
Sniðugir starfsmenn komu límmiða fyrir á símanum sínum
Minni límmiðar á tölvum

Ekkert kemur í staðinn fyrir þig

Einn helsti kostur þess að vera þjónustuaðili eru þau sambönd sem myndast á milli þín og viðskiptavina. Viðskiptasambönd þróast oftar í vinasambönd hjá þjónustuaðilum heldur en í nokkurri annarri starfsgrein. Vinasambönd þessi eru gífurleg eign, en með þeim getur þú haft mikil áhrif á það hvernig viðskiptavinir þínir stunda viðskipti við þig.

Til þess að aðstoða þig við að hvetja viðskiptavini þína til að bóka á Noona, höfum við sent þér límmiða. Þá getur þú vonandi notað til þess að fá viðskiptavini þína til að ná í Noona, setja þig í uppáhalds og byrja að bóka á netinu. En það er að lokum þú sem hefur stærstu áhrif á það hvernig viðskiptavinir þínir boka hjá þér. Ef þú vilt fá þína viðskiptavini á Noona, ekki gleyma að lata þá vita þegar þeir eru hjá þér eða á samfélagsmiðlum.

10% Lífstíðarafsláttur af Tímatal

Ef þú setur upp límmiðana hjá þér, taktu mynd af þeim og sendu á jonhilmar@timatal.is. Ein stofa sem setur upp límmiða hlýtur lífstíðarafslátt af Tímatal! Hver límmiði sem fer upp er einn miði í pottinum, þannig endilega sendu mer myndir af öllum þínum límmiðum.

Gangi þér vel!

Bestu Kveðjur
Jón Hilmar Karlsson