Stækkaðu reksturinn þinn

Tímatal er vinsælasta tímabókunarkerfið á Íslandi. Það er einnig það einfaldasta í heiminum, eða það segja a.m.k þau 200+ fyrirtæki sem nota það á hverjum einasta degi til þess að halda utan um tímabókanir, frítíma, viðskiptavini og fleira.

Ef þú vinnur hjá eða rekur þjónustufyrirtæki, þá trúum við því innilega að Tímatal geti hjálpað þér. I þessum texta ætlum við að reyna að segja þér hvernig á einni mínútu. Hljómar það ekki eins og skynsamleg leið til að eyða mínútu?

Allt sem Tímatal gerir er gert með því markmiði að hjálpa þér að auka tekjur, spara tíma og fækka hausverkjum.

Tekjur

1. Skróp

Ef tveir einstaklingar skrópa í mánuði, kostar það stofur að meðaltali 460.000kr ári. SMS-áminningar Tímatals fækka skrópum um 42% og geta því sparað þér allt að 192.000kr árlega!

2. Nýir Viðskiptavinir

Aðilar nútímans leita sér af nýrri stofu á netinu. Liggur þá ekki í augum uppi að netbókanir auki líkurnar á nýjum viðskiptavinum? *(netbókanir eru valkvæmar)*

3. Markaðssetning

Tilboð? Láttu þína viðskiptavini vita á einfaldan og persónulegan máta með Hóp-skilaboðum.


Tími

1. Leiðindaverkin gerð sjálfvirk

Hættu að skrá heimsóknarsöguna, senda sms'in og halda utan um klukktímana sjálf/ur og einbeittu þér að því sem þú elskar að gera.

2. Færri Símtöl

Meiri tími í símanum þýðir minni tími með viðskiptavinum. Bentu viðskiptavinum á netbókanir og leyfðu símanum að taka sér pásu. Og ef síminn er enn að er Tímatal með tengingar við helstu ritaraþjónustur landsins.

3. Einfaldara viðmót og hraðari virkni

Öll smáatriði Tímatals eru hönnuð til að vera einföld og hröð. Vertu fljótari að bóka tíma, skoða heimsóknarsöguna og merkja þá daga sem þú ert í fríi en nokkru sinni fyrr.


Hausverkur

1. Hvar sem er, hvenær sem er

Svaraðu facebookinu þegar þér hentar og skoðaðu skipulag morgundagsins upp í rúmi. Tímatal er í símanum, spjaldtölvunni og tölvunni og virkar hvar sem er.

2. Ert þú GDPR ready?

Ný persónuverndarlög (GDPR) eru með strangasta móti og óhýðni getur leitt til hárra fjársekta. Tímatal er fyllilega GDPR ready og hjálpar þér að verða það líka.

3. Tilkynningar

Ertu að flytja? Ertu á leið í fæðingarorlof eða sumarfrí? Er nýr starfsmaður að byrja á stofunni eða einhver að hætta? Láttu viðskiptavini þína vita um leið með sms-skilaboðum.

Þetta eru nokkur dæmi um það sem við gerum en athugaðu þó að þessi listi er alls ekki tæmandi. Ef þú ert með eitthvað vandamál í huga sem þig langar að leysa, ekki hika við að heyra í okkur og sjá hvort við getum ekki leyst það!

En er þetta ekki of...

Flókið?

Ef þú kannt á Instagram, facebook eða email þá getur þú auðveldlega lært á Tímatal. Kerfið hefur verið hannað frá upphafi með einfaldleika að leiðarljósi frá leiðsögn stofa eins og þinni.

Dýrt?

Ef við björgum einu skrópi er kerfið búið að borga sig upp, og afgangstekjurnar sem Tímatal skapar eru þínar. Verðskrána má finna inn á www.timatal.is/verdskra. Og ekki gleyma því að þú getur sagt upp áskrift hvenær sem er.

Erfitt í uppsetningu?

Við hjálpum öllum okkar viðskiptavinum að færa sína tíma inn í Tímatal svo þú getir sinnt þinni vinnu á meðan við gerum allt tilbúið.

En hvað með...

Þjónustuna?

Inn á www.timatal.is er spjallrás sem tengir þig beint við þjónustuverið okkar. Þar getur þú spurt okkur að hverju sem er og við svörum um hæl á öllum tímum sólarhringsins.

Öryggi?

Tímatal hefur aldrei legið niðri, aldrei verið hakkað eða á nokkrum tímapunkti brostið. Við fylgjum helstu alþjóðlegu öryggisstöðlum um gagnaöryggi. Endilega kynntu þér einnig Persónuverndarstefnu og gagnavinnsluskilmála okkar

Uppsetningarkostnað?

Það kostar ekkert að byrja hjá Tímatal og fyrstu 14 dagarnir eru alveg fríir án allra skuldbindinga.

Að taka stökkið...

Við vitum hversu erfitt það er að taka stökkið í nýtt tímabókunarkerfi. En að taka það með yfir 100 íslenskum stofum hefur kennt okkur að gera það ferli áreynslulaust fyrir nýja notendur.

Fyrsta skrefið þarf ekki einu sinni að vera stórt. Prófaðu kerfið frítt í 14 daga og sjáðu hvað þér finnst.

Með því að skoða vöruna vel, auk þess að heyra hvernig við hjálpum okkar stofum í gegnum það ferli að taka Tímatal getur þú tekið upplýsta ákvörðun um hvort þetta henti þér eða ekki. Og ekki gleyma því að við munum hjálpa þér í gegnum hvað sem er.

Ef þú ert ekki sannfærð/ur eða hefur einhverjar spurningar hvetjum við þig til að heyra í okkur í síma 519-4040. Og jafnvel þó þú hafir lítið að segja, ekki hika við að segja hæ við okkur! Við erum í í spjallbúbbunni í hægra horni síðunnar.